Lóur syngja

Sönghópurinn Lóur syngur nokkur falleg jólalög sunnudaginn 15. desember kl. 15  í Húsinu á Eyrarbakka og munu þær svo sannarlega fylla Húsið af fögrum jólatónum. Safnið er með sérstaka jólaopnun í desember og þessa komandi helgi er opið bæði laugardag og sunnudag frá...

Jólalög spiluð á lírukassa

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður opin helgina 7.-8. desember kl. 14-17. Kaffi og konfekt í boði og ókeypis aðgangur. Sunnudaginn 8. desember kl. 15 kemur Björgvin Tómasson orgelsmiður með lírukassa sinn og spila á hann jólalög. Mega allir...

Jólasýning og skáldastund

Jólin koma brátt og byrjar jólagleðin ávallt með opnun jólasýningar og skáldastund í stássstofu Hússins. Sunnudaginn 1. desember býður safnið gesti velkomna. Á jólasýningunni skarta gömlu jólatrén sínu fegursta í borðstofu og í stássstofu má hlýða á rithöfunda lesa úr...

Jólin koma í Húsið

Eftirlíking af elsta jólatré Íslands er skreytt fyrir jólasýninguna. Elsta jólatréð verður líka á jólasýningunni en það var smíðað fyrir prestmaddömuna í Hruna árið 1873. Fjölbreytt jóladagskrá og séropnanir verða á safninu á aðventu. Jólasýning safnsins opnar...

Safnarúntur á Grænlandi – fyrirlestur

Laufléttur fyrirlestur verður í Húsinu á Eyrarbakka föstudagskvöldið 11. október kl. 20 um ferðir Lindu Ásdísardóttur, safnvarðar á Byggðasafni Árnesinga, um Suður- og Vestur-Grænland þar sem hún rúntaði á milli safna og drap niður fæti á nokkrum minjastöðum. Linda er...