Safnið

Sýningarhús Byggðasafns Árnesinga standa flest saman á litlu svæði í hjarta Eyrarbakka. Móttaka safnsins og stærsta sýningarrýmið er í Húsinu á Eyrargötu 50. Önnur sýningarhús eru á Stokkseyri og Baugsstöðum en gripir úr eigu safnsins eru einnig á fjölmörgum stöðum víða um Suðurland.

Varðveisluhús safnsins er í Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Þar er einnig skrifstofa þar sem fagmenntaðir starfsmenn halda til að jafnaði. Viðtalstímar eftir samkomulagi og síminn 483 1082.