Byggðasafn Árnesinga
Fréttir
70 sögur á safni er titill haustsýningar Byggðasafns Árnesinga sem verður opnuð föstudaginn 15. september kl. 18 í Húsinu á Eyrarbakka. Á sýningunni er lögð áhersla á að draga fram forvitnilega hluti með persónulega tengingu úr daglegu lífi fólks á 19. og 20. öld.
Sýningar og viðburðir
Á sýningunni Drengurinn, fjöllin og Húsið er fjallað um æsku og unglingsár Ásgríms Jónssonar listmálara. Ásgrímur var fæddur og uppalinn í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa.
Leikur að læra
Heimsókn á safnið getur sannarlega verið skemmtileg og spennandi afþreying fyrir alla fjölskylduna! Þar er ótal margt forvitnilegt að sjá, skoða og upplifa.
Húsið
Húsið er heillandi og sögufrægt kaupmannsheimili þar sem sögð er meira en 250 ára gömul saga verslunar og menningar. Húsið var byggt 1765 og var mikið menningarsetur, þangað bárust fjölbreyttir straumar og stefnur í listum og menningu.
Sjóminjasafnið
Áraskipið Farsæll sem var á ögurstundu bjargað frá því að hverfa í sandinn prýðir í dag salarkynni Sjóminjasafnsins. Sýningin þar hverfist um sjómennsku og mannlíf við Suðurströndina á öldum áður þegar róið var daglega á opnum bátum út á haf til fiskveiða.
Kirkjubær
Fólk streymdi úr sveit í þorp í hvirfilbyli breytinga á millistríðsárunum og reisti sér hús í líkingu við Kirkjubæ á Eyrarbakka. Blómaskeið kaupmanna í Húsinu var að líða undir lok en rafljós, gúmmístígvél og útvarp voru byltingar samtímans.
Beitingaskúrinn
Falin safnabygging á Eyrarbakka er Beitningaskúrinn í miðju þorpinu þétt við sjóvarnargarðinn. Þar hefur tíminn staðið í stað, beitningarbalar, veiðarfæri og ilmur hafsins mæta gestum. Skúrinn var byggður árið 1925 á blómaskeiði vélbátaútgerðar á Eyrarbakka.
Þuríðarbúð
Þuríðarbúð er sjóbúð sem gefur innsýn í aðstæður sjómanna á áraskipum á 19. öld. Sjóbúðin kúrir inni í miðri íbúðabyggð á Stokkseyri og er ætíð opin. Hún er hlaðin úr torfi og grjóti og bjálkar meðfram veggjum þar sem sjómenn gátu sofið tveir og tveir saman. Sjóbúð var allt í senn; svefnskáli, matstofa og dagstofa vermanna.
Rjómabúið
Rjómabúið á Baugsstöðum er sannkölluð perla meðal safna á Íslandi og er eina rjómabú landsins sem stendur eftir með öllum búnaði. Lækurinn er stíflaður þegar gestir heimsækja búið og rjómastrokkurinn og hnoðborðið marra í gang þegar vatnsaflið knýr tækin áfram.