Ný heimasíða

júl 19, 2023

Kominn er í loftið ný heimasíða fyrir Byggðasafn Árnesinga. Efni nýrrar síðu er af gömlum grunni en með mörgum viðbótum og áhersla lögð á að kynna sýningahús og starfsemi safnsins auk þess sem fjallað er um sögu safnsins, hlutverk og praktísk atriði eins og opnunartíma og verðskrá. Fréttasíðan er á sínum stað. Heimasíðan er gerð af Gyðu Dögg Heiðarsdóttur. Að gerð nýrrar heimasíðu unnu, auk Gyðu Daggar, starfsmenn safnsins Linda Ásdísardóttir, Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir og Lýður Pálsson. Safnasjóður styrkti gerð nýrrar síðu. Slóðin er sem fyrr www.byggdasafn.is.