Varðveisluhús

Varðveisluhús Byggðasafns Árnesinga er í Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Í daglegu tali kallast húsið Alpan-húsið en þar var þekkt álpönnuverksmiðja rekin fyrir nokkrum áratugum. 

Í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga eru varðveittir þeir safnmunir sem ekki eru á sýningum safnsins hverju sinni en aðgengi er gott að gripunum til rannsókna. Varðveittir eru þar safnmunir frá Byggðasafni Árnesinga, Sjóminjasafninu á Eyrarbakka, Þuríðarbúð, Tónminjasetri Íslands og Byggðasafni Ölfus. Jafnframt leigir Þjóðminjasafn Íslands varðveisluaðstöðu fyrir tækniminjar og báta í hluta Búðarstígs 22.  

Skrifstofa Byggðasafns Árnesinga er í Búðarstíg 22 og halda þar fagmenntaðir starfsmenn til að jafnaði. Viðtalstímar eftir samkomulagi og síminn 483 1082.  

Í skrifstofuálmu Búðastígs 22 er fjölnota salur 100 fm að stærð sem meðal annars er leigður út fyrir veislur og fundi. Borðbúnaður fyrir 60 manns og góð nettenging. Sjá nánar undir flipanum Salarleiga.