Jólalög spiluð á lírukassa

des 7, 2019Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður opin helgina 7.-8. desember kl. 14-17. Kaffi og konfekt í boði og ókeypis aðgangur. Sunnudaginn 8. desember kl. 15 kemur Björgvin Tómasson orgelsmiður með lírukassa sinn og spila á hann jólalög. Mega allir taka undir. Jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands.