Byggðasafn Árnesinga

Jólakveðja

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka sendir öllum landsmönnum bestu jóla- og nýárskveðjur. Við þökkum öllum okkar gestum nær og fjær fyrir samveruna og öðrum fyrir samstarfið á líðandi ári. Gleðileg jól.

Lóurnar, jólalestur og spýtujólatré í Húsinu á Eyrarbakka

Sönghópurinn Lóurnar syngur nokkur falleg jólalög laugardaginn 15. desember kl. 15  í Húsinu á Eyrarbakka og sunnudaginn 16. desember verður flutt sögubrot frá jólum fyrri tíðar. Safnið er með sérstaka jólaopnun í desember og þessa komandi helgi er opið bæði laugardag...

Jólastund með Heru í Húsinu

Við bjóðum unga safngesti sérlega velkomna á jólaopnun sunnudaginn 9. desember sem hefst kl. 13.00 á húslestri. Leikkonan Hera Fjord mun lesa nokkrar jólasögur fyrir börn í stássstofu Hússins þar sem ríkir kyrrð og ró. Í borðstofu er jólasýning safnsins þar sem gömul...

Spænska veikin lagði Gest á Hæli að velli

Í fórum  Byggðasafns Árnesinga er að finna vinnukladda Eiríks Gíslasonar trésmiðs sem bjó á Eyrarbakka. Þar kemur glögglega fram um verkefni þau sem hann tók að sér hvort sem þau voru stór eða smá.  Þær voru óvenjumargar líkkisturnar sem Eiríkur smíðaði árið 1918...

Ljúf aðventa á safninu

Fjölbreytt jóladagskrá og séropnanir verða á safninu á aðventu. Jólasýning safnsins opnar sunnudaginn 2. desember þar sem gömul jólatré skarta sínu fegursta. Sama dag verður skáldastund í stássstofu Hússins samkvæmt áralangri hefð og opin vinnusmiðja í músastigagerð...

Sæmundur kemur í heimsókn

Bókmenntadagskrá með sögulegu ívafi verður í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 13. október kl. 15.  Húsráðandinn Lýður Pálsson safnstjóri segir alkunnan fróðleik um Sæmund fróða og grefur svo upp sögur af sýslumönnum  sem sátu gjarnan að drykkju með faktorum fyrrum....

Leiksýningin Fjallkonan

Leiksýningin Fjallkonan eftir Heru Fjord verður flutt í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 6. október kl. 15 og 20. Sýningin er liður í Menningarmánuðinum október í Árborg og er aðgangur ókeypis. Kristín Dahlstedt var veitingakona í 50 ár. Á Laugaveginum og víðsvegar í...

Lokahóf – Marþræðir og Stakkaskipti

Síðasta degi sumaropnunar á Byggðasafni Árnesinga verður fagnað með laufléttri dagskrá í Húsinu á sunnudaginn 30. september. Þar munu listamenn bjóða gesti velkomna, vinnusmiðja verður fyrir krakka, sögufróðleikur fyrir gesti og ljúfir tónar fylla loftið. Sérsýningar...

Gio Ju dansar við safnið

Gio Ju frá Suður Kóreu er nútímadansari og gjörningalistamaður sem sérhæfir sig í butohdansi. Hún mun fremja dansgjörning við Húsið, laugardaginn 25. ágúst kl. 16 á sama tíma og listasýningin Stakkaskipti opnar. Hún  heimsækir nú Ísland í fyrsta sinn en hún hefur...