Byggðasafn Árnesinga

Rófukaffi á lokadegi sýningar

Sunnudaginn 1. september á síðasta degi ljósmyndasýningarinnar „Rófubóndinn“ býður safnið gestum og gangandi að þiggja rófukaffi í Húsinu. Vigdís Sigurðardóttir áhugaljósmyndari og rófubóndinn Guðmundur Sæmundsson á Sandi á Eyrarbakka verða á staðnum og taka vel á...

Byggðasafn Árnesinga kaupir Búðarstíg 22 á Eyrarbakka

Framundan eru breytingar til betri vegar  á húsnæðismálum Byggðasafns Árnesinga. Mjög brýnt hefur verið að stækka eða bæta við varðveisluaðstöðu safnsins þar sem núverandi aðstaða er sprungin. Stórir gripir hafa um árabil verið geymdir í Mundakotsgeymslu á...

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka

Á morgun, laugardaginn 22. júní, verður hin árlega Jónsmessuhátíð haldin á Eyrarbakka. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Safnið er opið frá 11-18 eins og vant er og enginn aðgangseyrir þennan dag. Þjóðdansafélag Reykjavíkur dansar í garðinum við Húsið kl. 2 og...

Rófubóndinn

Laugardaginn 15. júní kl 17 opnar ljósmyndasýningin Rófubóndinn í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Vigdís Sigurðardóttir sýnir eitt ár í lífi rófubóndans Guðmundar Sæmundssonar á Sandi sem hefur ræktað gulrófur á Eyrarbakka í yfir 50 ár. Sýningin gefur fróðlega og...

Leiðsögn á safnadegi

Alþjóðlegi safnadagurinn er laugardaginn 18. maí. Söfn eru í stöðugri endurnýjun í viðleitni sinni til að verða gagnvirkari, áhorfendamiðaðri, samfélagslegri, sveigjanlegri, aðlögunarhæfari og hreyfanlegri stofnanir. Þau hafa breyst í menningarmiðstöðvar sem skapa...

Sumaropnun

Nú er maí runninn upp. Þá hefst sumaropnun hjá söfnunum á Eyrarbakka. Opið er kl. 11-18 alla daga í sumar til 30. september. Húsið, Assistentahúsið, Eggjaskúrinn, Kirkjubær og Sjóminjasafnið eru til sýnis. Fróðleg söfn um atvinnu, mannlíf og menningu héraðsins....

Nýtt lén

Nýtt lén www.byggdasafn.is er komið fyrir heimasíðu Byggðasafns Árnesinga. Síðan hefur legið niðri um skeið og missti safnið gamla lénið vegna þess að áskriftartímabil þess var lokið og ekki tókst að skrá það inn sökum þess að upprunalegur hýsingaraðili sem stofnaði...

Litla-Hraun – sögusýning

Í tilefni 90 ára afmælis Fangelsisins á Litla-Hrauni efna fangelsið og Byggðasafn Árnesinga til sögusýningar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Sýningin opnar á afmælisdeginum föstudaginn 8. mars kl. 17. Á sýningunni er sögð saga fangelsisins. Þróun á starfsemi Litla...

Gagnagrunnurinn sarpur.is

Þú lesandi góður getur með heimilistölvu þinni skoðað hvað finna má af íslenskum menningararfi í íslenskum söfnum og stofnunum með því að fara inn á vefinn www.sarpur.is.  Leita má að munum, ljósmyndum, listaverkum, fornleifum, húsum, örnefnalýsingum og þjóðháttum með...

Kyndilmessustund í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 2. febrúar

Byggðasafn Árnesinga heldur  upp á Kyndilmessu í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 2. febrúar kl. 3. Dagskráin verður nokkuð óhefðbundin. Kristján Guðmundsson sálfræðingur hugleiðir efni skáldsögunnar Eitraða barnið eftir Guðmund S. Brynjólfsson. Af hverju fremur...