Rófubóndinn

Rófubóndinn

13/06/2019

Laugardaginn 15. júní kl 17 opnar ljósmyndasýningin Rófubóndinn í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Vigdís Sigurðardóttir sýnir eitt ár í lífi rófubóndans Guðmundar Sæmundssonar á Sandi sem hefur ræktað gulrófur á Eyrarbakka í yfir 50 ár. Sýningin gefur fróðlega og litríka sýn á ræktun þessarar einstöku jurtar sem fylgt hefur þjóðinni  í um 200 ár. Léttar veitingar og allir velkomnir. Safnasjóður styrkti sýninguna.