Byggðasafn Árnesinga

Kyndilmessustund í Húsinu föstudaginn 2. febrúar kl. 20

Ásdís Jóelsdóttir lektor við HÍ og Hildur Hákonardóttir listakona verða fyrirlesarar kvöldsins á Kyndilmessu í Húsinu á Eyrarbakka föstudaginn 2. febrúar kl. 20. Ásdís Jóelsdóttir kynnir bók sína Íslenska lopapeysan í máli og myndum. Uppruna lopapeysunnar má helst...

Jólakveðja

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka sendir öllum landsmönnum bestu jóla- og nýárskveðjur. Við þökkum öllum okkar gestum nær og fjær fyrir samveruna og öðrum fyrir samstarfið á líðandi ári.  Gleðileg jól.

Lóur syngja í Húsinu

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga verður opin  sunnudaginn 10. desember kl. 13-17. Sönghópurinn Lóur tekur  lagið og syngur nokkur falleg jólalög kl. 15. Sönghópinn Lóur skipa Halla Dröfn Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Halla Marínósdóttir, Kolbrún Hulda...

BÓKAUPPLESTUR OG JÓLASÝNING

Jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga er búin að vera árviss viðburður í 25 ár og verið fastur hluti af starfsemi safnsins.  Ekki verður brugðið út af venjunni frekar en áður  og jólin á safninu halda innreið sína með sínum föstu liðum sem eru jólasýning og bókaupplestur....

SÖGUR OG SÖNGUR 14.–15. / 21.–22. október

Helgarnar 14.-15. og 21.-22. október kl. 14.30-15.30 verður í Húsinu bókmenntastund með tónlistarlegu ívafi. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir les kafla úr óútkominni bók sinni um formæður í fjóra ættliði. Þrjár hinna sögulegu kvenna ýmist bjuggu eða fæddust í Húsinu á 19....

Kjólarnir kveðja

Sumarsýningin "Kjóllinn" í Húsinu er að renna sitt skeið og við kveðjum kjólana með viðhöfn. Þessa síðustu sýningarhelgi mun skrjáfa í pilsum, stofurnar fyllast af söng og skvaldri og auðvitað verða kjólar út um allt. Laugardagskvöldið 30. september mætir...

Fjögur brúðkaup á árinu í Húsinu

Fjögur pör hafa látið gefa sig saman í stássstofu Hússins á Eyrarbakka á síðustu mánuðum. Umhverfi stofunnar hentar vel til brúðkaupa en þessi áhugi á að nýta stofuna í þessum góða tilgangi hefur komið starfsmönnum safnsins skemmtilega á óvart. Þann 29. desember 2016...

Rjómabúið á Baugsstöðum er opið um helgar og eftir samkomulagi

Rjómabúið á Baugsstöðum austan Stokkseyrar  verður opið laugardaga og sunnudaga í júlí og ágúst frá kl. 13 til 18. Rjómabúið hóf starfsemi sína 1905 og starfaði nær óslitið til 1952. Þangað komu bændur úr  nágrenninu með rjóma sem hraustar rjómabússtýrur unnu úr smjör...

Kjólakaffi með Aubý í Húsinu

Á Jónsmessumorgni 24. júní er gestum boðið í kjólakaffi með Auðbjörgu Guðmundsdóttur fyrrum húsfreyju Hússins.  Gestir þurfa að mæta í kjólum eða kjólfötum (jafnvel  jakkafötum) og þiggja svo dísæta mola og  frúarkaffi úr fínustu bollum. Frítt er inn á kjólakaffið sem...

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 24. júní 2017 – kjólakaffi í Húsinu

Að venju verður haldin Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka þegar sólin er sem hæst á lofti laugardaginn 24. júní 2017.  Dagskráin er fjölbreytt og meðal atburða í söfnunum er Kjólakaffi að hætti Auðbjargar Guðmundsdóttur í Húsinu um morguninn  og almennur söngur undir stjórn...