Lóur syngja í Húsinu
Lóur syngja í Húsinu
Jólasýning Byggðasafns Árnesinga verður opin sunnudaginn 10. desember kl. 13-17. Sönghópurinn Lóur tekur lagið og syngur nokkur falleg jólalög kl. 15.
Sönghópinn Lóur skipa Halla Dröfn Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Halla Marínósdóttir, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Halldóra Steindórsdóttir og Elísabet Hermundardóttir, allar af svæðinu Selfoss-Hveragerði-Stokkseyri og menntaðar í tónlist. Þær munu syngja nokkur jólalög sem þær hafa æft og er Christmas carols stemming ríkjandi.
Á jólasýningunni gefur að líta gömul jólatré og jólatengda muni sem safninu hefur áskotnast af fólkinu í héraðinu í gegnum tíðina. Í öndvegi verður jólatréð frá Hruna sem Jón Jónsson í Þverspyrnu er sagður hafa smíðað fyrir jólin 1873 og talið er elsta varðveitta jólatré landsins. Jólatréð hefur eignast tvíbura í endurgerð þess smíðaðri af Guðmundi Magnússyni í Steinahlíð árið 2017.
Kaffi og smákökur að venju í eldhúsi Hússins, allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga.