Safnfræðsla

Bókið heimsókn fyrir skólahóp með því að senda tölvupóst á info@byggdasafn.is

Einn af hornsteinum faglegs safnastarfs er safnfræðsla. Tekið er á móti nemendahópum allt skólaárið og hverja heimsókn er hægt að aðlaga að þörfum hvers og eins. Safnfræðsludeildin leggur mikið upp úr því að fá skóla í heimsókn allt skólaárið og okkur þykir vænt um þau tengsl sem við höfum við skóla sýslunnar. Mikil vinna hefur verið lögð í gefandi og skemmtilega samvinnu safnsins við ýmsa skóla í héraðinu með það að leiðarljósi að setja saman fræðsludagskrá sem rímar við það námsefni sem verið er að vinna með í hvert sinn.  

Verkefnin eru sett fram á þann hátt að auðvelt er að nýta fróðleik safnaheimsóknarinnar til úrvinnslu þegar komið er í kennslustofuna aftur! Við viljum styðja við það starf sem unnið er í skólunum og bæta nýjum víddum við nálganir og kennsluaðferðir.  Nokkuð er til af fræðsluverkefnum sem hafa verið þróuð í samvinnu við kennara og nemendur. Þessi verkefni falla vel að ákveðnum námsmarkmiðum og hafa verið samin með það að leiðarljósi að styðja við námsefni sem unnið er með í skólunum. Upplagt er að nýta safnaheimsókn sem glæðingu á því sem er til umfjöllunar innan kennslustofunnar og þegar komið er í skólann aftur, til úrvinnslu.  

Áfram er unnið að þróun fjölbreyttra fræðsluverkefna út frá safnkosti, sýningum og safnasvæði Byggðasafnsins.

Drög að fræðslustefnu á Byggðasafni Árnesinga.