Barnaspor á byggðasafni – þjóðháttaverkefni

Fyrir nemendur í 4. bekk, eða sem ítarefni við námsefnið Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Áhersla er lögð á þátttöku nemenda sem fá að spreyta sig við ýmsa leiki og störf sem áður voru hluti af daglegu lífi barna, ásamt því að fá leiðsögn og fræðslu. Nemendum er skipt í fámenna hópa sem fara um hringekju verkefna á safnasvæðinu. Forvitni, leikgleði og undrun einkenna þessar heimsóknir og alltaf er líf og fjör um allt svæði safnsins.

Í heimsókninni fá nemendur tækifæri til að bera saman sína tilveru við þá sem var áður fyrr og setja sig í spor barna sem voru í eina tíð hluti af hagkerfi heimilisins til að allt gengi nú upp. Allir áttu allt sitt undir sól og regni og urðu að leggjast á eitt. Fræðslustundin er miðuð við nemendur í 4. bekk og námsefnið Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti eftir Sigrúnu Helgadóttur og Sólrúnu Harðardóttur.

(RES)