Salarleiga
Í boði er að leiga 100 fm. salarkynni í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga í Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Salurinn hentar bæði sem fundar- og ráðstefnusalur eða fyrir veislur og samkomur. Borð og leirtau duga fyrir að hámarki 60 – 70 manns. Með salarleigu fylgir aðgengi að eldhúsi þar sem er látlaus eldunaraðstaða. Góð nettenging er í salnum. Upplýsingar eru veittar í síma 483 1082 og á info(hjá)byggdasafn.is
Verðskrá – Búðarstígur 22 – Salur
Almennir fundir og mannfagnaðir, 2-3 tímar 40.000
Fundaraðstaða, dagsleiga, virka daga 50.000
Fundaraðstaða, dagsleiga um helgar 70.000
Fermingarveisla Búðarstíg 22 m/aukadegi 50.000
Afmælisveisla kvöld Búðarstíg 22 50.000
Brúðkaupsveisla m/aukadegi (skilað á hádegi dag2) 60.000
Ættarmót dagsleiga um helgi 70.000
Ættarmót helgarleiga 100.000
Skírnarveisla 50.000
Erfidrykkja 50.000
Litlir fundir í kaffistofu B 22 5.000
Litlar afmælisveislur í sal B22 20.000
Menningarviðburður I 0
Menningarviðburður 2 50.000 Stærri viðburðir, aðgangseyrir
– Safnið áskilur sér rétt til þess að innheimta allt að 25% álag ef frágangur hins leigða er ekki góður
– Unnt er að leita upplýsinga og samninga hjá safnstjóra um leiguverð fyrir þá viðburði sem ekki eru tilgreindir í gjaldskrá.
– Ef samið er sérstaklega um einstaka viðburði skal greiða 50% af verði í staðfestingargjald ekki seinna en 5 dögum fyrir viðkomandi viðburð.
– Húsakynni safnsins eru ekki leigð út á jóladag og nýársdag, föstudaginn langa og páskadag.