Rjómabúið á Baugsstöðum er opið um helgar og eftir samkomulagi
Rjómabúið á Baugsstöðum er opið um helgar og eftir samkomulagi
Rjómabúið á Baugsstöðum austan Stokkseyrar verður opið laugardaga og sunnudaga í júlí og ágúst frá kl. 13 til 18. Rjómabúið hóf starfsemi sína 1905 og starfaði nær óslitið til 1952. Þangað komu bændur úr nágrenninu með rjóma sem hraustar rjómabússtýrur unnu úr smjör og osta. Það var opnað sem safn árið 1975. Vatnshjólið og tækin í vinnslusalnum munu snúast þegar gesti ber að garði og minna á löngu liðna tíma.
10 manna hópar eða fleiri geta fengið að skoða búið á öðrum tímum ef haft er samband með góðum fyrirvara við Andra í síma 846 1358 eða Lýð Pálsson safnstjóra í síma 891 7766.