Myntsýning og Beitningaskúrinn
Myntsýning og Beitningaskúrinn
Í tilefni af Íslenska safnadeginum fimmtudaginn 18. maí býður safnið gestum uppá hádegisleiðsögn. Síðdegis verður Beitningaskúrinn opinn þar sem sýnd verða handbrögðin við beitingu.
Hádegisleiðsögnin verður í Húsinu í umsjón Þorsteins Tryggva Mássonar héraðsskjalavarðar á sýninguna Á því herrans ári og hefst kl. 12.00. Á sýningunni sem er samstarfsverkefni safnsins og Héraðsskjalasafns Árnesinga er varpað nýju ljósi á myntsafn Helga Ívarssonar frá Hólum. Aðgangur ókeypis á leiðsögn.
Í Beitingaskúrnum við sjógarðinn verður beitt í bala frá 17.00 – 19.00. Þá gefst gestum bæði færi á að sjá vana menn þá Siggeir Ingólfsson og Björn Inga Bjarnason að störfum sem og skoða sjálfan skúrinn. Léttar veitingar í boði og aðgangur ókeypis.