Opin míkrafónn – tónlistargjörningur 3. september

Opin míkrafónn – tónlistargjörningur 3. september

01/09/2016

Afmæli2Laugardaginn 3. september kl. 20.00 verður opinn míkrafónn i Húsinu.

Hópur alþjóðlegra listamanna hefur verið í 10 daga á Eyrarbakka, að vinna með sögu og náttúru staðarins í samvinnu við nemendur 7.-10. bekkjar barnaskólans á Eyrarbakka. Þau bjóða gestum og gangandi að koma og sjá afrakstur vinnunnar laugardaginn 3. september, þiggja veitingar og ljúka svo deginum í Húsinu á Eyrarbakka, þar sem hver sem vill getur stigið á stokk og látið ljós sitt skína.