Andi eða Anersaaq

Andi eða Anersaaq

29/08/2016

Mikil ljósadýrð hefur verið við Húsið síðustu kvöld þegar listahópurinn Tura Ya Moya, undir forystu dönsku listakonunnar Karen Thastum, hefur verið með ljósa- og tóngjörning við Húsið. Fjölmenni kom á opnunarathöfnina á fimmtudagskvöld.

Listaverkið gekk í fjögur kvöld við Húsið 25.-28. ágúst en færist síðan yfir á Héraðsskjalasafn Árnesinga á Selfossi í tvö kvöld 29. og 30. ágúst og verður við Listasafn Árnesinga í Hveragerði fram til 9. september.

Listaverkið gengur undir grænlenska nafninu Anersaaq  eða Andi á íslensku. Vinnusmiðja var á Eyrarbakka á föstudag og var vel sótt af börnum sem kynntust hugmyndafræði verksins. Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar á Eyrarbakka við ljósagjörninginn og í vinnusmiðju barnanna. Ljósmyndirnar voru teknar af Karen Thastum, Lindu Ásdísardóttur og Vigdísi Sigurðardóttur.

ANERSAAQ containerprojekt  workshop Eyrarbakki Karen Thastum and kids ANERSAAQ containerprojekt  workshop Eyrarbakki1 ANERSAAQ containerprojekt  workshop Eyrarbakki2 Anersaaq Eyrarbakki projections on the wal historical photo Anersaaq Eyrarbakki projections on the wal Anersaaq projectionart ANERSAAQ workshop Eyrarbakki - kids beeing part of the instllation ANERSAAQ workshop Eyrarbakki making slides ANERSAAQ workshop Eyrarbakki Anersaaq-live music from a container Eyrarbakki the artists from TURA YA MOYA and theie container