Andi eða Anersaaq
Andi eða Anersaaq
Mikil ljósadýrð hefur verið við Húsið síðustu kvöld þegar listahópurinn Tura Ya Moya, undir forystu dönsku listakonunnar Karen Thastum, hefur verið með ljósa- og tóngjörning við Húsið. Fjölmenni kom á opnunarathöfnina á fimmtudagskvöld.
Listaverkið gekk í fjögur kvöld við Húsið 25.-28. ágúst en færist síðan yfir á Héraðsskjalasafn Árnesinga á Selfossi í tvö kvöld 29. og 30. ágúst og verður við Listasafn Árnesinga í Hveragerði fram til 9. september.
Listaverkið gengur undir grænlenska nafninu Anersaaq eða Andi á íslensku. Vinnusmiðja var á Eyrarbakka á föstudag og var vel sótt af börnum sem kynntust hugmyndafræði verksins. Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar á Eyrarbakka við ljósagjörninginn og í vinnusmiðju barnanna. Ljósmyndirnar voru teknar af Karen Thastum, Lindu Ásdísardóttur og Vigdísi Sigurðardóttur.