Dulúð í Selvogi – sumarsýning 2016
Dulúð í Selvogi – sumarsýning 2016
Byggðasafn Árnesinga opnar sýninguna Dulúð í Selvogi í Húsinu á Eyrarbakka á alþjóðlega safnadeginum miðvikudaginn 18. maí kl. 18. Á sýningunni er fjallað um töfra Selvogs í munum, máli og myndum. Fjallað er um landið og fólkið en ýmsir merkir munir úr Selvogi eins og hin merka herðarslá úr hári eftir Ólöfu Sveinsdóttur Selvogi fá að njóta sín í nýju samhengi. Sumum gestum sýningarinnar gæti þótt undarlegt að mæta þar ísbirni en það er góð og gild ástæða fyrir veru bangsa í borðstofu Hússins. Komið og sjáið; sýningin er opin alla daga til 30. september.
Á meðfylgjandi mynd eru Sigurður Sigurðarson dýralæknir og Lýður Pálsson safnstjóri ásamt hausnum af Herdísarvíkur-Surtlu sem prýðir sýninguna.
Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkti sýninguna.