Erindi á fimmtudagskvöld: Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál
Erindi á fimmtudagskvöld: Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands kemur í Húsið á Eyrarbakka fimmtudaginn 28. apríl 2016 og flytur erindið „Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál“. Erindið hefst kl. 20 og ræðir Guðni um embætti forseta Íslands, hvernig þeir sem hafa gegnt því hafa mótað það í áranna rás og hvaða áskorunum þeir hafa mætt hverju sinni. Sagðar verða sögur af fyrri forsetum til að lýsa embættinu nánar. Guðni hefur mikið ritað um fyrrverandi forseta Íslands og eftir hann er m.a. rit um forsetatíð Kristjáns Eldjárns 1968-1980. Hann vinnur nú að bók um forsetaembættið.
Fyrirspurnum verður svarað að erindi loknu, ókeypis aðgangur og allir velkomnir.