Fjárhúsið endurbyggt

Fjárhúsið endurbyggt

13/11/2015

???????????????????????????????Um þessar mundir vinna Jón Karl Ragnarsson trésmíðameistari og Jón Ragnar Daðason tréskipasmiður að endurgerð fjárhússins sem er miðhúsið af þremur útihúsum norðan við Húsið.  Í fyrra var hjallurinn endurgerður en nú er komið að fjárhúsinu. Á næsta ári verður fjósið tekið í gegn.  Útihúsin voru byggð á árunum 1910 til 1918 á grunni fornra útihúsa sem eru horfin. Þau eru órjúfanlegur hluti af búsetulandslagi Hússins á Eyrarbakka.

Fjárhúsið hefur fengið nýja ásýn. Bárujárnið var tekið af þaki og veggjum og grindin styrkt og nýjar fjalir settar á grindina. Skipt var um alla glugga.  Ysta klæðning á veggjum og þaki verður tjörupappi festur með listum.  Gert er ráð fyrir að Byggðasafn Árnesinga verði með viðeigandi safnmuni þar til sýnis í framtíðinni.  Viðgerðin er kostuð af Þjóðminjasafni Íslands.