Byggð og samfélag í Árnessýslu á 18. öld
Byggð og samfélag í Árnessýslu á 18. öld
Málstofa um byggð og samfélag í Árnessýslu á 18. öld
í Húsinu á Eyrarbakka 5. nóvember kl. 19
Byggðasafn Árnesinga og Sögufélag Árnesinga í samvinnu við Háskóla Íslands efna til málstofu um byggð og samfélag í Árnessýslu á 18. öld. Málstofan er hluti af námskeiði í sagnfræði og munu sex sagnfræðinemar greina frá rannsóknum sínum um efnið. Kennari námskeiðsins er Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur. Málstofan hefst kl. 19 og eru allir velkomnir og frítt inn. Fundarstjóri er Baldur Þór Finnsson sagnfræðinemi.
Dagskrá
19:00: Setning málþings.
19:10-19:30
Harpa Rún Ásmundsdóttir: Almenna verslunarfélagið á Eyrarbakka 1764-1774.
Eignir félagsins, umsvif kaupmanna og samskipti við Íslendinga.
19:30-19:50
Arnfríður I. Arnmundsdóttir: Veturseta kaupmanna á Eyrarbakka frá 1765.
Áhrif vetursetunnar á byggð og samfélag í Stokkseyrarhreppi.
19:50-20:10
Guðríður S. Óskarsdóttir: Kona í þorpi. Lífið á verslunarstað skoðað út frá
lífi Ingveldar “ekkju” Láritsdóttur (1720-1770) frá Eyrarbakka.
Kaffihlé 20:10-20:30
20:30-20:50
Ólafía Þyrí Hólm Guðjónsdóttir: Óboðinn gestur. Afkoma fólks í fjárkláðanum fyrri.
20:50-21:10
Guðmundur A. Guðmundsson: Skaftáreldar og Móðuharðindi.
Einföld söguskýring eða margbreytilegir þættir.
21:20-21:30
Aðalsteinn Vestmann: Móða mikil og mannafellir.
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við hamförum 18. aldar.
Byggðasafn Árnesinga Sögufélag Árnesinga