Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

28/07/2015

Aldamótahátíð verður haldinn á Eyrarbakka laugardaginn 8. ágúst. Margt verður á dagskrá yfir daginn,  endar hátíðin á aldamótadansleik í Rauða húsinu.IMG_0650

DAGSKRÁ

08.30  Flöggun.

11.00 Skrúðganga fyrir menn, dýr, fornbíla og tæki. Lagt af stað frá Barnaskólanum á Eyrarbakka.Siggeir Ingólfsson skrúðgöngustjóri leiðir hópinn að kjötkötlunum þar sem íbúar og fyrirtæki á Eyrarbakka bjóða uppá ekta íslenska kjötsúpu fyrir alla. Bændur af Bakkanum koma dýrunum fyrir á Vesturbúðahólnum. Heyvagninn verður á ferðinni og býður salibunu í mjúkri töðunni.

11.00 -18.00  Húsið og Sjóminjasafnið. – frír aðgangur       .

Rauða húsið verður með aldamótatilboð á mat og drykk.

11.00-17.00 Laugabúð. –  KAUPMAÐURINN sjálfur  við afgreiðslustörf á aldamótahátíðinni.

12.10 Setning Sr. Sveinn Valgeirsson blessar lýðinn, og býður fólki að gjöra svo vel að ganga til Kjötsúpu.

13.00 Pútnahúsið opnar á Stað. Félag áhugafólks um haughænur býður ykkur velkomin að sjá allt það fegursta í hænsfuglaheiminum. Afhentir verða kjörseðlar fyrir fegurðarsamkeppni hænsnfugla sem fram fer síðdegis. Markaður einig í gangi.

13.00 – 16.00  Sýning á Stað „FRÁ instamatic til instagram“  Þegar myndavélin varð almenningseign…..

13.00 Sögur af Vesturförum Sögustund með Hildi Hákonardóttir á loftinu í Byggðasafninu.

13.30. Hænsnabingó á planinu við Stað. Veglegir vinningar.

14:00  Sjóminjasafnið. Ratleikur sem teygir sig um safnasvæðið.

13.00 – 18.00 Beitningaskúrinn opinn.

13.00 -17.00 Eyrarbakkakirkja verður opin. Leiðsögn. Eyrarbakkabrúin verður kynnt á heila tímanum .

15.00 Fiskverkun um aldamótin 1900 á planinu við Stað. Sett verður á svið fiskverkun fyrri tíðar og öðru sjávarfangi bæði til átu ,sem söluvöru  og einig til upphitunar á þeim húsakinnum sem hér voru og tíðkuðust um aldamótin 1900.

16.30 .Heyannir með fyrritímaverkfærum og bundin verður sáta. Getraun í gangi:  Hvað er ein VÆTT mörg kíló?? Vegleg verðlaun frá Vinum alþíðunnar. Engjakaffi í boði Friðsældar og Kvenfélags Eyrarbakka.

17.00 Pútnahúsið blæs til brúðkaups á Stað. Gefin verða saman í hjónaband sigurvegarar í fegurðarsamkeppni hænsfugla sem fram fer á Stað. Þeir félagar Siggeir Ingólfsson og Valgeir Guðjónsson eða GEIRARNIR Á BAKKANUM  gefa þau saman í borgaralegt hænsnaband með spili og söng.

18.00 Brúðkaupsveislan herleg hefst á Stað. Opið grill fyrir alla þar sem grillaðar verða svín, kindur, kanínur og fleira góðgæti.

22.00 – 02.00 Aldamótadansleikur í Rauða Húsinu. Hljómsveit húsins leikur ljúfar ballöður fram eftir nóttu.

Sjá nánari dagskrá og viðburðatilkynningar á: www.menningarstadur.123.is

www.husid.com, www.raudahusid.is, www.eyrarbakki.is og á www.arborg.is.