Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 20. júní 2015

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 20. júní 2015

18/06/2015

JÓNSMESSUHÁTÍÐIN Á EYRARBAKKA 20. JÚNÍ 2015

DAGSKRÁ

09:00 Fánar dregnir að húni við upphaf 16. Jónsmessuhátíðarinnar á Bakkanum
Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.
09:00-22:00 Bakkinn
Verslunin verður opin allan daginn og langt fram á kvöld – kíkið við í spjall og börnin fá skrímslaís um miðbik dagsins.
10:30-17:00 Laugabúð í Sjónarhóli
Sagan er allt umlykjandi í þessu sögufræga húsi, þar sem Guðlaugur Pálsson rak verslun í 74 ár frá 1919 til 1993, þegar hann féll frá tæplega 98 ára gamall. Nýjar vörur og gestakaupmenn frá höfuðborginni í aðalhlutverki.
11:00-18:00 Byggðasafn Árnesinga í Húsinu og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Ókeypis aðgangur á hátíðinni.
Fjölbreyttar sýningar og sagan við hvert fótmál. Ávallt heitt á könnunni. Í borðstofu Hússins er sýningin Konur, skúr og karl sem fjallar um 19. aldar ljósmyndara á Stokkseyri og í Assistentahúsinu er sýningin Vesturfarar. Þar segir frá upphafi þeirra merku fólksflutninga Íslendingasögunnar sem hófust á Eyrarbakka. Sjóminjasafnið er opið uppá gátt.
11:00 Unga kynslóðin skemmtir sér
Hinn sívinsæli Brúðubíll kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu. Og nú er aldeilis ys og þys í Brúðubílnum. Söngur, sögur og leikrit. Björgunarsveitin verður svo með eitthvað frábært til afþreyingar og kannski verður eitthvað gott í gogginn.
11:00 Bakkastofa og Húsið
Sýnishorn af Eyrarbakkabrúnni sem er samstarfsverkefni Hússins á Eyrarbakka og Bakkastofu við Eyrargötu.
11:30-22:00 Rauða húsið á Eyrarbakka
Þriggja rétta Jónsmessutilboð allan daginn – sumarsalat, lambafillet og súkkulaðikaka.
Tilboð á pizzu og bjór eða kaffi og kökum niðri á Rauða kaffihúsinu í kjallaranum.
12:00-14:00 Heimboð í Garðshorn
Elínbjörg Ingólfsdóttir og Vigfús Markússon bjóða í Jónsmessusúpu. Kl. 12:30 má búast við óvæntri uppákomu.
Ása Magnea, nýútskrifaður ljósmyndari, verður með ljósmyndasýninguna Sjómenn frá Eyrarbakka og önnur verk tengd Eyrarbakka á pallinum. Það gerist alltaf eitthvað spennandi í Garðshorni.
13:00-17:00 Sjávarfang á Sölvabakka
Í vesturenda Frystihússins er húsnæði sem nefnist Sölvabakki og þar er margt braukað, sem forvitnilegt er að heyra og sjá. Boðið verður upp á sjávarfang og sagðar sannar veiðisögur af Geira og áhöfninni á Sölva ÁR150.
13:30-15:00 Bakki Hostel
Nýlega var opnað glæsilegt farfuglaheimili í Frystihúsinu. Öllum boðið að skoða.
14:00-16:00 Heimboð að Hvoli við Eyrargötu og í Konubókastofu í Blátúni við Túngötu
Hulda Ólafsdóttir á Hvoli býður gestum í heimsókn til sín í gamla sýslumanns- og prestssetrið, sem byggt var 1914.
Í Konubókastofu í Blátúni verður opið og tekið á móti gestum, eins og sögupersónum í Dalalífi Guðrúnar frá Lundi.
15:00 Sumartónleikar í Bakkastofu
Aðgangseyrir 1.500 kr. – miðasala við innganginn.
Valgeir Guðjónsson, sannkallaður stuðmaður, heldur sumartónleika í Bakkastofu við Eyrargötu.
15:30 Konur, skúr og karl – Ljósmyndarar á Stokkseyri 1896-1899
Leiðsögn um sumarsýningu byggðasafnsins í Húsinu, sem veitir innsýn í stöðu kvenna í heimi ljósmyndunar.
16:00 Heimsókn frá vinabænum Þorlákshöfn í Eyrarbakkakirkju
Aðgangur ókeypis, en frjáls framlög.
Tónar og Trix er tónlistarhópur eldri borgara í Ölfusinu, sem hefur mikla ánægju af því að syngja saman og spila á hljóðfæri. Þau hafa slegið í gegn að undanförnu með nýju plötunni sinni og ætla að leyfa okkur að heyra brot af því besta undir stjórn Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur.
17:00 Íslandsmeistaramótið í koddaslag
Björgunarsveitin stendur fyrir þriðja Íslandsmeistaramótinu í koddaslag á bryggjunni á Eyrarbakka. Skráning hefst á staðnum kl. 16:45 – aldurstakmark, en allir velkomnir til þess að fylgjast með.
17:00 Bakkastofa og Húsið
Sýnishorn af Eyrarbakkabrúnni sem er samstarfsverkefni Hússins á Eyrarbakka og Bakkastofu við Eyragötu.
hEIMIR20:15 Raddbandakórinn ræskir sig í Húsinu
Heimir Guðmundsson, sem fæddur er í Húsinu árið 1944, leiðir fjöldasöng í stássstofunni og spilar á elsta píanó á Suðurlandi. Skólasöngvarnir og fleiri kvæðakver dregin fram og hver syngur með sínu nefi.
22:00 Jónsmessubrenna
Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp. Ingibjörg Vigfúsdóttir, Flóamaður og fyrrum Eyrbekkingur, flytur stutt ávarp. Hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.
23:00 Jónsmessugaman á Hótel Bakka í Frystihúsinu
Aðgangseyrir 1.000 kr. – miðasala við innganginn
Þeir sem enn hafa kraftinn hittast og skemmta sér. Tilboð á barnum. Aldurstakmark er 18 ár.

 

Tjaldsvæðið vestan þorpsins, sem Björgunarsveitin Björg rekur, hefur verið stækkað
ÖLL ÞÆGINDI OG NÓG PLÁSS.
Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Stað er opin frá kl. 7:30 til 18:00.

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg