Sumarið er gengið í garð
Sumarið er gengið í garð
Þann 1. maí til 30. september er í gildi sumaropnun hjá Húsinu á Eyrarbakka. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka opnar svo 15. maí og er opið til og með 15. september.
Opið er alla daga vikunnar frá 11 til 18. Aðgangseyrir er aðeins 800 kr. Hópar geta skoðað söfnin á öðrum tímum og skal hafa samband við safnið í síma 483 1504 eða Lýð Pálsson safnstjóra í síma 891 7766.
Meðal nýjunga við safnið er ný sýning sem kallast Vesturfarar frá Suðurlandi. Þar er greint frá vesturheimsferðum Sunnlendinga í 1000 ár.
Sumarsýning Byggðasafns Árnesinga opnar í borðstofu Hússins þann 17. maí. Þar er fjallað um þrjá ljósmyndara sem störfuðu hér við ströndina á árunum kringum aldamótin 1900. Þetta eru þau, Margrét Árnason Möller, Lára Ólafsdóttir og Ingimundur Eyjólfsson. Sýningin er sérstaklega tileinkuð 100 ára kosningarétti kvenna.
Söfnin munu taka þátt í Jónsmessuhátíð og Aldamótahátíð á Eyrarbakka í sumar en mun jafnframt boða til 250 afmælis Hússins á Eyrarbakka 9. ágúst næstkomandi.
Verið velkomin í söfnin á Eyrarbakka í sumar!