Vor í Árborg
Vor í Árborg
Húsið á Eyrarbakka verður opið á menningarhátíðinni Vor í Árborg.
Opið er frá sumardeginum fyrsta 23. apríl til sunnudagsins 26. apríl kl. 13-17.
Í borðstofu er sýning Jóns Inga Sigurmundssonar. Á sýningunni eru aðallega vatnslitamyndir en einnig nokkrar olíumyndir. Eru nú síðustu forvöð að sjá þessa fallegu sýningu.
Samsöngur verður í stássstofu Hússins kl. 14-17. Bakkinn alþýðutónlistarhátíð verður sett með samsöng við undirleik Inga Vilhjálmssonar. Nú syngur hver með sínu nefi.
Tónleikar verða í stássstofu Hússins kl. 16 á laugardeginum. Söngparið Unijon halda tónleika sem eru hluti af Bakkanum alþýðutónlistarhátíðinni. Unijon flytja ljúfa tóna eins og þeim einum er lagið.
Aðgangseyrir er að safninu en ókeypis á sýningu Jóns Inga og á tónlistarviðburðina. Verið velkomin í Húsið á Eyrarbakka á Vori í Árborg.
Sjá nánar á www.arborg.is og www.bakkinn.org