Jón Ingi sýnir í Húsinu
Jón Ingi sýnir í Húsinu
Jón Ingi Sigurmundsson heldur málverkasýningu í borðstofu Hússins á Eyrarbakka um páskana. Opið verður frá 28. mars til 6. apríl kl. 13 til 17 og sömuleiðis helgina 11.-12. apríl á sömu tímum.
Á sýningunni eru aðallega vatnslitamyndir en einnig nokkrar olíumyndir.
Jón Ingi er fæddur á Eyrarbakka en hefur starfað við kennslu og tónlistarstörf á Selfossi.
Hann hefur auk þess lengi fengist við myndlist og haldið fjölda einkasýninga, flestar á Suðurlandi en einnig á Norðurlandi og í Danmörku.
Jón Ingi hefur sótt ótal námskeið í myndlist hér á landi, auk myndlistarnáms hjá Ulrik Hoff í Kaupmannahöfn og Ron Ranson vatnslitamálara í Englandi.
Hann hlaut menningarverðlaun Árborgar 2011.
Fjöldi mynda Jóns Inga eru í eigu einkaaðila auk ýmissa fyrirtækja og stofnana m.a. í Listasafni Árnesinga og Listasafni Landsbankans.
Nánari upplýsingar á www.joningi.com