Páskaopnun

Páskaopnun

20/03/2015

jisOpið verður í Húsinu á Eyrarbakka um páskana.  Jón Ingi Sigurmundsson heldur málverkasýningu í borðstofu og gestir geta einnig litið á nýja sýningu um Vesturfara frá Suðurlandi. Opið verður frá 28. mars til 6. apríl kl. 13 til 17 og sömuleiðis helgina 11.-12. apríl á sömu tímum.

Danski leikarinn Sejer Andersen flytur einleik sinn um landkönnuðinn Virtus Bering í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka laugardaginn 11. apríl kl. 15 og sunnudaginn 12. apríl kl. 17.

Ókeypis er á safnið um páskana.