Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

28/11/2014

husidFjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 6. desember kl. 16.00 í stássstofunni.

Guðrún Guðlaugsdóttir les úr skáldsögu sinni Beinahúsið og Eggert Þór Bernharsson kynnir búskap í Reykjavík á 20. öld með bókinni Sveitin í sálinni. Allt annan tón kveður við í Reykjavíkursögunni Rogastans sem Ingibjörg Reynisdóttir les úr. Jóhanna Kristjónsdóttir les svo úr æviminningum sínum ógleymanlegra daga: Svarthvítir dagar.

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu  Eyrarbakka verður opin sama dag frá kl 14.00 til 16.00. Jólakaffi verður á boðstólunum.