Blátt eins og hafið
Blátt eins og hafið
Gestir Sjóminjasafns geta nú skoðað úrval blárra gripa sem voru veiddir úr geymslu safnsins og færðir saman á litla sýningu. Gripirnir eru frá ólíkum tímum og koma víða að úr Árnessýslu. Elsti gripurinn er skápur frá 17. öld sem er uppruninn frá Skálholti á tímum biskupa og yngsti gripurinn gæti verið þjóðbúningadúkka frá síðari hluta 20. aldar. Eftirtektarverður gripur er handsnúin þvottavél úr timbri frá 19. öld. Liturinn einn réði vali þessara gripa því blátt kökubox, blár lampi og blá húfa segja enga sameiginlega sögu en eru samt markverðir gripir úr fortíðinni. Þeir gæjast nú fram úr geymslunni og sýna sig í smástund.