Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

02/12/2013

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

Bókaupplestur verður í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 7. desember og hefst kl. 16 í stássstofunni.

Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum, Þór Magnússon fyrrv. þjóðminjavörður segir frá ritinu Íslenzk silfursmíð. Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti les úr ljóðabók sinni Undir ósýnilegu tré. Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir kynnir og les úr skáldsögunni Stúlka með maga. Guðni Ágústsson kynnir bók sína Léttur í lund og segir skemmtilegar sögur af sjálfum sér og öðrum.

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu  Eyrarbakka verður opin sama dag frá kl 13.00 til 16.00.

Jólakaffi verður á boðstólunum.

Þór og Sigga Þórunn og Guðni