Leiðsögn Jónínu 4. ágúst

Leiðsögn Jónínu 4. ágúst

29/07/2024

Verslunarmannahelgin er framundan. Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka verður þá eins og alla daga í sumar opið kl. 10-17. Vegna góðar aðsóknar undanfarnar helgar á leiðsögn Jónínu Óskarsdóttur um húsið Eyri og sýninguna Konurnar á Eyrarbakka í Byggðasafni Árnesinga, verður hún með leiðsögn sunnudaginn 4. ágúst um verslunarmannahelgina. Jónína verður á Eyri kl. 12-14 og á sýningunni Konurnar á Eyrarbakka í Húsinu kl. 15-17. Það eru allir velkomnir og alltaf heitt á könnunni. Bók Jónínu, Konurnar á Eyrarbakka, er til sölu í afgreiðslu safnsins.

Byggðasafn Árnesinga samanstendur af Húsinu, Assistentahúsinu, Eggjaskúrnum, Kirkjubæ og Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Enginn verður svikinn af safnaheimsókn á Eyrarbakka.  Um helgar í júlí og ágúst er jafnframt opið í Rjómabúinu á Baugsstöðum.