Rjómabúið á Baugsstöðum opnar
Rjómabúið á Baugsstöðum opnar
Skammt austan Stokkseyrar er eina fallegustu perlu íslenskrar safnaflóru að finna, Rjómabúið á Baugsstöðum. Það er opið um helgar í júlií og ágúst.
Rjómabúið tók til starfa árið 1905 og var starfrækt til 1952 lengst allra rjómabúa hér á landi. Á 8. áratug síðustu aldar var það gert að safni með upprunalegum tækjum og tólum. Byggingin var friðuð með ráðherraákvörðun að tillögu Húsafriðunarnefndar á aldarafmæli búsins árið 2005.
Það verður enginn svikinn af heimsókn í Rjómabúið á Baugsstöðum. Í júlí og ágúst er opið í rjómabúinu kl. 13-18 á laugardögum og sunnudögum og hefst sumaropnunin síðasta dag júnímánaðar eða 30. júní. Á öðrum tímum er hægt að fá að skoða Rjómabúið eftir samkomulagi sjá nánar hér: https://byggdasafn.is/onnur-sofn/rjomabuid-a-baugsstodum/