Skipasmíðar við Sjóminjasafnið

Skipasmíðar við Sjóminjasafnið

05/05/2012

smidad 2012Talið er að um 80 leikfangaskip hafi verið smíðuð við Sjóminjasafnið í dag á sérstökum „smíðadegi“ í tilefni Vors í Árborg. Ungir sem aldnir komu með hamra sína og smíðuðu sinn eigin bát. Allt efni var á staðnum og voru starfsmenn safnsins önnum kafnir í allan dag við að sníða niður efnið í bátana.

Í Sjóminjasafninu eru einnig sýning á skipasmíðaverkfærum og gömlum báts- og skipslíkönum.  Í dag var ratleikur í boði fyrir yngstu safngestina sem féll í góðan jarðveg.  Ekki spillti góða veðrið. Sólin skein á skipasmiðina ungu.

Meðfylgjandi mynd sýnir Pál Sigurþórsson smið á Selfossi aðstoða barnabarn sitt við skipasmíðina.