Hafsjór – ljósmyndir frá lokahátíð
Hafsjór – ljósmyndir frá lokahátíð
Við birtum hér nokkrar myndir frá lokahófi listahátíðarinnar Hafsjór Oceanus um liðina helgi og þökkum öllum gestum kærlega fyrir að koma og taka þátt í gleðinni með okkur. Listamennirnir færðu okkur bæði einstaka listgjörninga og viðburði og eru búin að fylla safnið og umhverfi þess af list sinni. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir sitt framlag og ómetnalegt samstarf og Ástu Vilhelmínu Guðmundsdóttur sýningarstjóra fyrir frábærlega vel heppnaða hátíð. Safnið er opið alla daga kl 11 – 18.