Sumarið gengur í garð

Sumarið gengur í garð

12/05/2022

Sumaropnun hefur tekið gildi á safninu og geta gestir nú heim´sótt safnið alla daga kl. 11-18 til loka september.

Þema sumarsins er Hafsjór en listamenn úr öllum heimshornum munu í sumar skapa list og sýna á safninu. Sjá OCEANUS HAFSJÓR (oceanushafsjor.com)

Safnið verður þátttakandi í Jónsmessuhátíð Eyrarbakka 25. júní.

Skólar og hópar skulu panta tíma hjá safnstjóra í síma 891 7766. Að öðru leyti þurfa gestir ekki að gera boð á undan sér og allir velkomnir.

Rjómabúið á Baugsstöðum er opið fyrir skóla og hópa eftir samkomulagi. Hringja skal í safnstjóra í síma 891 7766. Rjómabúið er svo opið almenningi allar helgar í júlí og ágúst.