Frítt á safnið á Vori í Árborg

Frítt á safnið á Vori í Árborg

20/04/2022

Frítt er á sýningar safnsins á menningarhátíðinni „Vor í Árborg“ sem hefst sumardaginn fyrsta og stendur fram á sunnudag 24. apríl.  Leikurinn „Gaman saman“ á vegum Árborgar er með stoppistöð hjá okkur og allir gestir geta fengið stimpil í vegabréfið sitt við heimsókn í safnið.

Einnig býður safnið uppá opna blómasmiðju í gamla fjárhúsinu á safnasvæðinu. Þar er tilvalið að setjast niður og sá fyrir sumarblómum í potta og krúsir. Gestir velja hvort þeir vilja taka pottinn með sér heim eða skilja eftir hjá okkur. Í skemmunni í litla alþýðuhúsinu Kirkjubæ er hægt að eiga gæðastund og lita og leika.

Í borðstofu Hússins stendur yfir sýningin „Með mold á hnjánum“ þar sem farið er yfir sögu garðyrkju í Árnesssýslu. Safnið er opið næstu daga frá kl. 13.00 til 17.00. Verið velkomin.