Lokað á tímum Covid-veirunnar

Lokað á tímum Covid-veirunnar

23/03/2020

Að tilmælum sóttvarnarlæknis hefur sýningum safnsins í Húsinu, Sjóminjasafninu, Kirkjubæ og Rjómabúinu verið lokað þar til annað verður ákveðið. Húsið verður því lokað um páskana og sýning sú sem fyrirhugað var að setja upp verður síðar. Stefnt er að því að almenn opnun verði 1. júní næstkomandi og jafnframt opnar ný sýning í borðstofu um list Agnesar Lunn.

Meðfylgjandi er tilkynning frá Safnaráði um lokun safna.

Á meðan á þessu stendur er unnið að faglegu innra starfi við safnið og ber þar hæst skráningu aðfanga síðustu ára.