Safnarúntur á Grænlandi – fyrirlestur

Safnarúntur á Grænlandi – fyrirlestur

08/10/2019

Laufléttur fyrirlestur verður í Húsinu á Eyrarbakka föstudagskvöldið 11. október kl. 20 um ferðir Lindu Ásdísardóttur, safnvarðar á Byggðasafni Árnesinga, um Suður- og Vestur-Grænland þar sem hún rúntaði á milli safna og drap niður fæti á nokkrum minjastöðum. Linda er nýkomin úr skoðunarferð sem teygði sig frá Ilulissat til Nuuk þar sem safnmenningin var skoðuð sérstaklega. Einnig verður sagt frá áhugaverðum stöðum að heimsækja á Suður- Grænlandi. Ef þú ert forvitin um Grænland og vilt ferðast þangað án þess að þramma á fjall þá máttu ekki missa af þessu.

Verið velkomin í Húsið á Eyrarbakka 11. október kl. 20.00. Aðgangur ókeypis.