Brim kvikmyndahátíð
Brim kvikmyndahátíð
Kvikmyndahátíðin Brim verður á Eyrarbakka næsta laugardag 28. september og þá breytast allmörg hús og híbýli þorpsins í bíóhús. Allar kvikmyndir og fræðsluerindi á hátíðinni fjalla um plastmengun og áhrif plasts á fólk og náttúru. Tveir viðburðir verða staðsettir í Byggðasafni Árnesinga þennan dag. Í stássstofu Hússins kl. 15.00 verður sýnd myndin Albatross, listræn og áhrifamikil mynd eftir Chris Jordan. Myndin fjallar um fuglinn albatross á Midway eyju í Kyrrahafinu og þau hörmuleg áhrif sem plast í hafinu hefur lífsskilyrði hans. Í Sjóminjasafninu kl. 13.00 kynnir unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri stuttmyndina Earth-Plastic sem þau hafa unnið sérstaklega fyrir hátíðina. Myndin fjallar um plastmengun í sjó og verður sýnd reglulega kl. 13-17. Frítt er á alla viðburði og safnið sjálft á sýningartímum. Nánar um Kvikmyndahátíðina Brim má sjá hér https://brimkvikmyndahatid.is/