Leiðsögn á safnadegi

Leiðsögn á safnadegi

17/05/2019

Alþjóðlegi safnadagurinn er laugardaginn 18. maí. Söfn eru í stöðugri endurnýjun í viðleitni sinni til að verða gagnvirkari, áhorfendamiðaðri, samfélagslegri, sveigjanlegri, aðlögunarhæfari og hreyfanlegri stofnanir. Þau hafa breyst í menningarmiðstöðvar sem skapa umhverfi þar sem sköpunargleði er sameinuð þekkingu og þar sem gestir geta einnig skapað með öðrum, deilt og átt samskipti. Þetta er fókusinn á alþjóðlega safnadeginum í ár.

Í tilefni alþjóðlega safnadagsins verður gestum og gangandi boðið upp á leiðsögn um Litla-Hraun sögusýningu í Húsinu á Eyrarbakka. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga og Fangelsisins Litla-Hraun og lýkur 9. júní næstkomandi. Opið er alla daga kl. 11-18. ðið up