Sumaropnun

Sumaropnun

02/05/2019

Nú er maí runninn upp. Þá hefst sumaropnun hjá söfnunum á Eyrarbakka. Opið er kl. 11-18 alla daga í sumar til 30. september. Húsið, Assistentahúsið, Eggjaskúrinn, Kirkjubær og Sjóminjasafnið eru til sýnis. Fróðleg söfn um atvinnu, mannlíf og menningu héraðsins. Upplifðu, sjáðu og snertu fortíðina! Allir velkomnir!

Í borðstofu Hússins verður sýningin Litla-Hraun opin til 9. júní en 15. júní opnar sýningin “Rófubóndinn”. Í september verður sýning á vegum Héraðsskjalasafns Árnesinga í borðstofunni.

Skólar og hópar eru boðnir sérstaklega velkomnir og skal hafa sambandi við safnið til að panta tíma.