Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 2018
Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 2018
Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 23. júní 2018
Kl. 08:30 | Fánar dregnir að húni |
Kl. 09:00–11:00 | Morgunverður í Hallskoti
Skógræktarfélag Eyrarbakka býður til morgunverðar og samverustundar í skóg-ræktinni, sem félagið annast um í Hallskoti. Ekið um Sólvangs- og Flóagaflsveg. |
Kl. 09:00–22:00 | Verslunin Bakkinn
Verslunin verður opin til kl. 22:00. Frír ís fyrir börnin um miðjan daginn. |
Kl. 10:00–16:00 | Drög að Fangelsisminjasafni Íslands á Stað
Á Eyrarbakka er elsta starfandi fangelsi landsins og undanfarin ár hefur ýmsum munum og skjölum sem tengjast sögu fangelsa á Íslandi verið safnað. Saga fangelsa er merk saga sem ekki má gleymast. Sýningin einnig opin á sama tíma sunnudaginn 24. júní. |
Kl. 11:00–13:00 | Eldsmíðafélag Suðurlands
Félagar í Eldsmíðafélaginu bjóða gestum að kíkja við í húsi félagsins við Túngötu og skoða afl og steðja. Valinkunnir eldsmiðir verða á staðnum og segja frá. |
Kl. 11:00–17:00 | Laugabúð
Búðin opin og þar verður ýmislegt rifjað upp frá 100 ára sögu hennar. Hinn sívinsæli bókamarkaður verður í kjallaranum. Óvænt tilboð í tilefni dagsins. |
Kl. 11:00–18:00 | Söfnin á Eyrarbakka
Opið í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafninu og Kirkjubæ. Í borðstofu Hússins og í Hjallinum er sýning Ástu Vilhelmínu Guðmundsdóttur Marþræðir. Ratleikur er í boði allan daginn. Í hjallinum norðan við Húsið er seinni hluti sýningarinnar Marþræðir og þar býður listamaðurinn Ásta uppá seiði og söl kl. 14. Ókeypis aðgangur. |
Kl. 11:00 | Leikhópurinn Lotta við Sjóminjasafnið
Leikhópurinn Lotta skemmtir ungum sem öldnum með söngvasyrpu. |
Kl. 11:30–13:00 | Hestar og hressing á Garðstúninu
Teymt verður undir börnum og þau fá hressingu. |
Kl. 12:00–14:00 | Bogfimi á Garðstúninu
Að hætti Hróa hattar fá þátttakendur boga og örvar og berjast við fógetann í Skírisskógi í stuttum leikjum í líkingu við skotbolta. Aldurstakmark 10 til 98 ára. |
Kl. 12:00-21:00 | Rauða húsið
Á veitingastaðnum Rauða húsinu er tveggja rétta Jónsmessutilboð með humarsúpu eða nautacarpaccio í forrétt og hægeldað lambaprime með gulrótum, sellerírót, kartöflum og rauðvínssósu á 6.150 kr. Tveir fyrir einn eftirréttir. Kjallarinn er opinn frá kl. 12. Eldhúsið er opið til kl. 21. Pizza með þremur áleggs-tegundum á 2.000 kr. Leikirnir á HM á breiðtjaldi og gleðistund kl. 16–18. |
Kl. 13:30 | Dansgjörningur á lóðinni við Húsið
Japanski hreyfilistamaðurinn og butoh-meistarinn Mushimaru Fujieda er þekktur víða um heim og í dansi sínum leggur hann áherslu á slökun huga og líkama. |
Kl. 14:00–16:00 | Heimboð á þrjá staði
Íris og Karl á Óseyri bjóða gestum að líta inn á heimili sitt við Flóagaflsveg. Vigdís í Bræðraborg, Eyrargötu 40, býr í húsi frá 1939 og hlakkar til að fá gesti. Sigurlaug í Norðurkoti heldur upp á 120 ára afmæli hússins á hátíðinni. |
Kl. 14:00–16:00 | Sólvangur – Miðstöð íslenska hestsins
Opið hús á Sólvangi. Þar verður boðið uppá kaffi, kleinur og djús og hesthúsið opið fyrir þá sem hafa áhuga á íslenska hestinum. |
kl. 17:00–18:00 | Eyrarbakki 1918
Stutt söguganga um hluta Eyrarbakka, þar sem horft verður aftur í tímann um 100 ár. Magnús Karel Hannesson leiðir gönguna sem hefst við samkomuhúsið Stað. |
Kl. 20:00–21:21 | Samsöngur í Húsinu
Heimir Guðmundsson leikur undir söng á elsta píanó á Suðurlandi. Sungið verður úr skólaljóðunum og hver syngur með sínu nefi. |
Kl. 22:00 | Jónsmessubrenna
Að venju verður Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakka. Að þessu sinni ávarpar Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur samkomugesti. Bakkabandið heldur svo uppi fjörinu |
Kl. 22:00–04:00 | Kjallarinn á Rauða
Grétar á Sólvangi spilar fyrir okkur fram á kvöldið. Aldurstakmark 18 ára. |
Björgunarsveitin Björg býður ungum og öldnum að veiða frítt í Ölfusárósi fyrir landi Eyrarbakka dagana 22. til 24. júní 2018.
Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg, Björgunarsveitinni Björg, Ungmennafélagi Eyrarbakka, Slysavarnadeildinni Björg á Eyrarbakka, Rauða húsinu og Versluninni Bakkanum.