Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2018

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2018

18/05/2018

Eyrarbakki 20110911 082Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af ICOM, alþjóðasamtökum safna og safnamanna. Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum. Söfn um allan heim skipuleggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert öll árin síðan 1977.

Yfirskrift safnadagsins í ár er „Ofurtengslamyndun“ sem nær yfir þær fjölmörgu samskiptaleiðir sem við höfum í dag, svo sem samskipti í eigin persónu, tölvupóst, netspjall, síma og net.

Ómögulegt er að átta sig á hlutverki safna nema líta til allra þeirra tengsla sem þau mynda. Þau eru órjúfanlegur hluti nærsamfélagsins, menningarlandslagsins og hins náttúrulega umhverfis. Svo er tækninni fyrir að þakka að söfn geta nú náð langt út fyrir sinn nærtækasta markhóp og fundið nýja gesti með því að nálgast safneign sína á annan hátt; hvort sem er með því að koma safneigninni á stafrænt form, bæta margmiðlunarþáttum við sýningar eða með einföldum aðferðum á borð við myllumerki sem gerir gestum kleift að deila upplifun sinni á samfélagsmiðlum.

Þó er tæknin ekki rót allra þessara nýju tengsla. Söfn leggja hart að sér við að viðhalda mikilvægi sínu í samfélaginu og því hefur athyglin beinst í sífellt ríkari mæli að nærsamfélaginu og þeim fjölbreyttu hópum sem það samanstendur af. Afleiðingin er sú að á síðustu árum höfum við séð ótal samvinnuverkefni verða til undir handleiðslu safna með þátttöku minnihlutahópa, frumbyggja og stofnana í nærsamfélaginu. Svo hrífa megi þessa nýju hópa og styrkja tengslin við þá verða söfn að finna nýjar leiðir til að túlka og kynna safneign sína.

Í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum opnaði Byggðasafn Árnesinga í dag, 18. maí 2018, Instagram-síðuna „byggdasafnarnesinga“. Gjörið svo vel að fylgja henni.