Að fortíð skal hyggja – námsefni fyrir verðandi smiði

Fyrir verðandi húsasmiði

Aldamótaþorpið Eyrarbakki varðveitir sjaldgæfan kafla úr byggingarsögu Íslands, þar hafa varðveist nokkrar þyrpingar alþýðuhúsa frá aldamótunum 1900. Sýningaraðstaða safnsins er í einu elsta húsi landsins eða Húsinu sem var reist árið 1765. Húsið er byggingarsöguleg perla sem og elsti hluti þorpsins sem upplagt er að verðandi húsasmiðir kynnist og fái aðgang að í gegnum námsefni og heimsóknir á safnið. Á vegum safnsins hefur verið unnið að gerð námsefnis í samstarfi við fagaðila í Fjölbrautaskóla Suðurlands og sérfræðinga hér á Eyrarbakka. Námsefnið er samið með þennan nemendahóp í huga og hluti af nálguninnni er heimsókn nemendahópsins á safnið, bæði við upphaf annar og nálægt annarlokum. Í seinni heimsókninni fara nemendur í göngu um þorpið og kynnast af eigin raun þeim byggingararfi sem finna má á Eyrarbakka.

,,Bygginga- og mannvirkjagreinar eiga sér rætur í ævafornum handverkshefðum en miklar breytingar hafa orðið á störfum iðnaðarmanna á þessu sviði á undanförnum árum og áratugum samfara breyttum lifnaðarháttum og byggingarstíl og umfram allt þróun efniviðar og verktækni” (Menntamálaráðuneytið, 2008).

(RES)