Gamlir kjörkassar á safnið

jún 23, 2012

kjorstjornÍ gær var Byggðasafni Árnesinga færðir þrír gamlir kjörkassar til varðveislu og er meðfylgjandi ljósmynd tekin við það tækifæri fyrir framan Húsið á Eyrarbakka.

Á ljósmyndinni er safnstjórinn Lýður Pálsson ásamt Yfirkjörstjórn Árborgar þeim Boga Karlssyni, Steinunni Fjólu Sigurðardóttur og Ingimundi Sigurmundssyni formanni þegar kjörkassarnir voru afhentir. Kassarnir koma úr þremur aflögðum sveitarfélögum.