Menningin í október

Oct 7, 2022

Skólastofa, listasmiðja, ratleikur, litafjör, tónleikar og sjóskrímslasögur eru á dagskrá safnsins í tilefni af Menningarmánuðinum október. Auk þess verður gestum boðið að heimsækja varðveisluhús safnsins á Búðarstíg 22 og fá leiðsögn sunnudaginn 23. október.  Safnið sjálft verður opið alla sunnudaga kl. 13 -17 og enginn aðgangseyrir. Fjölskyldufólk er sérlega velkomið og alltaf heitt á könnunni. Fyrstu helgina í október kvaddi safnið yfirgripsmiklu listasýninguna Hafsjó – Oceanus með teboði og listasmiðju en á döfinni eru þessir viðburðir:

Sunnudagur 9. okt.

Ratleikur

kl. 13 – 17

Eru skrímsli undir rúmum kaupmannsdætranna? Hvar er hundurinn grafinn og getur þú fundið gervitennurnar hennar ömmu?  Hvað gerðist árið 1765? Byggðasafn Árnesinga geymir svörin við þessum spurningum. Skemmtilegur ratleikur í boði fyrir alla fjölskylduna ásamt öllu hinu forvitnilega sem safnið varðveitir. Alltaf heitt á könnunni. Verið hjartanlega velkomin! 

Sunnudagur 16. okt.

Sísí segir sss – sss segir Sísí

kl. 13 – 17

Skólasmiðja verður sett upp í borðstofu Hússins þar sem Gagn og gaman, glamrandi ritvél, suðandi myndvarpar og gömul landakort eru meðal gersema. Skólafjör fyrir unga og gamla.  

Listasmiðja með Davíð Art  

kl. 14 – 16

Hin sívinsæla listasmiðja Davíðs Art fyrir börn og unglinga er fastur viðburður í Menningarmánuðinum október. Þennan sunnudag heimsækir hann Kirkjubæ, eitt af sýningarhúsum safnsins, og hjálpar gestum að galdra fram spennandi listaverk.

Sólrún Bragadóttir – Íslensk sönglög í tónaflæði 

kl. 17 – 18

Í stásstofu Hússins mun Sólrún Bragadóttir óperusöngkona syngja íslenskar melódíur í spunaflæði án orða. Sólrún stillir sig inn á andrúmsloftið hverju sinni og syngur gangandi á milli fólks.

Aðgangseyrir er 2.000 krónur.

Sunnudagur 23. okt.

Sísí segir sss – sss segir Sísí

kl.13 – 17

Skólasmiðja verður sett upp í borðstofu Hússins þar sem Gagn og gaman, glamrandi ritvél, suðandi myndvarpar og gömul landakort eru meðal gersema. Skólafjör fyrir unga og gamla.  

Varðveisluhús Byggðasafns Árnesinga á Búðarstíg 22 á Eyrarbakka  

kl. 14 – 17

Opið hús verður í varðveisluhúsi safnsins. Leiðsagnir verða um rýmin og í sviðsljósinu verður gamli skólaskápur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fullur af verðmætum.

Sunnudagur 30. okt.

Sísí segir sss – sss segir Sísí

kl. 13 – 17

Skólasmiðja verður sett upp í borðstofu Hússins þar sem Gagn og gaman, glamrandi ritvél, suðandi myndvarpar og gömul landakort eru meðal gersema. Skólafjör fyrir unga og gamla.  

Skrímslasögur í Beitingaskúrnum

kl. 18 – 19 

Skrímslasögur fyrir börn verða lesnar í Beitningaskúrnum í dularfullt andrúm skammdegis. Kakó verður í boði fyrir kalda gesti.