Vor í Árborg – Vor í Byggðasafni Árnesinga

Vor í Árborg – Vor í Byggðasafni Árnesinga

23/04/2025

Vor í Árborg – Vor í Byggðasafni Árnesinga

  1. – 27. apríl – opið kl. 13.00 – 17.00 (Ókeypis aðgangur)

Framundan er löng helgi á Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka í tilefni af hátíðinni „Vor í Árborg“. Öll sýningarhús safnsins, Húsið, Sjóminjasafnið, Kirkjubær, Eggjaskúr og fjárhús verða opin frá sumardeginum fyrsta fram á sunnudag. Safnaheimsókn er hluti af fjölskylduleiknum „Gaman saman“, stimpilleikur sem er fastur hluti af hátíðarhöldunum á Vor í Árborg. Enginn aðgangseyrir, verið öll velkomin!

 

Blóm í mold – vinnusmiðja

Sannkölluð blómaparadís verður í gamla fjárhúsi Hússins á Eyrarbakka í tilefni af sumrinu. Safngestir fá að setja fingur í mold og sá sumarblómum. Smiðjan er sjálfbær og opin kl. 13.00  -17.00 líkt og safnið.

 

Ratleikur um safnahúsin

Eru skrímsli undir rúmum kaupmannsdætranna? Hvar er hundurinn grafinn og getur þú fundið gervitennurnar hennar ömmu?  Svörin við þessum spurningum og miklu meira er að finna í fjölskylduvænum ratleik sem færir gesti um öll sýningarhús safnsins. Í boði alla opnunardaga safnsins kl. 13.00  – 17.00.

 

  1. apríl kl. 14.00 Gullspor – leiðsögn með Lýð

Lýður Pálsson safnstjóri verður með leiðsögn um sýninguna „Gullspor“ á Sjóminjasafninu á Eyrarbakka sunnudaginn 27. apríl kl. 14.00.  Sýningin fjallar um handverk gull- og silfursmiða í Árnessýslu á 19. og 20. öld en ótrúlega margir störfuðu þá í greininni. Lýður segir frá bæði þekktum smiðum líkt og Oddi Oddssyni og Ebenezer Guðmundssyni sem störfuðu á Eyrarbakka en einnig öðrum minna þekktum smiðum í sýslunni. Enginn aðgangseyrir, verið velkomin!