Þjóðháttaskráning

Þjóðháttaskráning

31/01/2014

Um þessar mundir er það nýmæli við safnið að verið er að skrá þjóðhætti og  þannig varðveita gögn sem varpa ljósi á siði, venjur og lífshætti  í Árnessýslu. Fyrsta verkefnið við þjóðháttaskráninguna er að skrá jarðskjálftasögur Sunnlendinga frá árinu 2008 í gagnagrunn. Byggðasafnið stóð fyrir umfangsmikilli söfnun reynslusagna í kjölfar skjálftans mikla og  bárust alls 70 frásagnir, 27 örsögur og 202 teikningar barna ásamt nokkrum ljósmyndum. Verkefnið flokkast undir samtímasöfnun þar sem safnað var upplifun og reynslu fólks af sínum samtíma. Fleiri gögn sem snúa að lífsháttum bæði fornum og nýjum bíða skráningar og verða með tímanum aðgengileg á vefsíðu Sarps www.sarpur.is    Linda Ásdísardóttir safnvörður hefur umsjón með þjóðháttaskráningunni.

012