Sumaropnun

Sumaropnun

05/05/2016

IMG_4395Sumaropnun hefur tekið gildi. Fyrst um sinn eða til 15. maí er opið í Húsinu á Eyrarbakka kl. 11-18 alla daga til 30. september.  Frá og með 15. maí er einnig opið í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka til og með 15. september. Í júní opnar Kirkjubær.

Góð aðsókn hefur verið að safninu frá byrjun mánaðarins og lofar góðu ferðamannasumri.

Meðfylgjandi mynd er úr stássstofu Hússins af skattholi Guðmundar Thorgrímsen sem afabróðir hans sr. Guðmundur Þorgrímsson smíðaði fyrir tveimur öldum síðan.